Sanddæluskiptið Dísa er þessa dagana að dýpka í Ólafsvíkurhöfn.
Björn Arnalds hafnarstjóri segir að dælt verði um fimmtíu þúsund rúmmetrum úr innsiglingunni og innan hafnar, auk þess sem dæla á um tíu þúsund rúmmetrum upp í fyllingu við norðurgarð hafnarinnar.
Þegar þessu verki er lokið mun Dísa halda til Rifs, þar sem fyrirhugað er að skipið dæli upp um áttatíu þúsund rúmmetrum, sömuleiðis við innsiglingu þar og innan hafnar.
Aðspurður segir Björn að framkvæmdirnar muni samtals kosta um 130 til 140 milljónir króna. Stefnt er að því að þeim verði lokið fyrir áramót.
Heimild: Mbl.is