Opnun tilboða 14. ágúst 2020. Endurbygging og breikkun Vestfjarðavegar (60-28) á um 6,6 km kafla frá Gufudalsá að Skálanesi.
Verkið skiptist í tvo kafla, annars vegar um 5,4 km langan kafla frá Gufudalsá að Melanesi.
Sá kafli er ekki hluti af framtíðar Vestfjarðavegi en mun þjóna umferð um Gufudal þar til þverun Gufufjarðar og Djúpafjarðar verður framkvæmd.
Hins vegar um 1,2 km langan kafla frá Melanesi að Skálanesi, en sá kafli er hluti af framtíðar Vestfjarðavegi.
Helstu magntölur eru:
– Fylling úr skeringum 41.700 m3
– Fláafleygar úr skeringum 27.000 m3
– Ræsalögn 500 m
– Styrktarlag 25.800 m3
– Burðarlag 10.200 m3
– Klæðing 44.200 m2
Verkinu skal að fullu lokið 15. júlí 2021.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Borgarverk ehf., Borgarnesi | 305.563.000 | 105,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 288.805.045 | 100,0 | -16.758 |