Val bjóðanda fer fram á grundvelli hæfismats og verðs og bar bjóðanda að leggja fram tilboð sitt í tveimur hlutum, þ.e. upplýsingar um hæfi bjóðanda og verðtilboð.
Eftir lok tilboðsfrests, 22. júlí 2020, var bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda í útboðinu. Þann 11. ágúst 2020 var verðtilboð hæfra bjóðenda opnað.
Allir bjóðendur uppfylltu hæfisskilyrði útboðsins og stóðust hæfnimat.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Hnit, verkfræðistofa, Reykjavík | 102.411.855 | 120,7 | 26.236 |
Verkís ehf., Reykjavík | 97.469.457 | 114,9 | 21.293 |
VSÓ Ráðgjöf ehf., Reykjavík | 94.782.210 | 111,7 | 18.606 |
Efla ehf., Reykjavík | 93.745.561 | 110,5 | 17.570 |
Áætlaður verktakakostnaður | 84.825.000 | 100,0 | 8.649 |
Mannvit, Kópavogi | 76.176.000 | 89,8 | 0 |