Ágætur gangur hefur verið í framkvæmdum við Hús íslenskunnar að undanförnu og er húsið nú farið að taka á sig mynd.
Sporöskjulaga form byggingarinnar er farið að sýna sig og heil hæð hefur bæst við síðan í vor.
Langur vegur er síðan framkvæmdin gekk undir nafninu hola íslenskra fræða.
Framkvæmdir hófust í lok sumars í fyrra en Húsi íslenskunnar er ætlað að vera fullbyggt haustið 2023.
Þá verður starfsemi Árnastofnunar og íslenskudeildar Háskóla Íslands flutt í bygginguna.
Heimild: Mbl.is