Orkuveita Reykjavíkur – veitur ohf. óska eftir tilboðum í verkið:
Hvanneyri og Deildartunga
Aðveita hitaveitu og vatnsveitu
Útboðsverkið lýtur að endurnýjun aðveituæðar hitaveitu og aðveituæðar kaldavatnsveitu. Endurnýjunarverkefnin eru í landi jarðanna Miðfossa, Vatnshamra, Ausu, Kársnes, Grófar og Deildartungu 1. Þá er innifalið í verkinu að grafa upp og koma í förgun efni eldri asbestlagnar, jafna lagnastæðið og sá í það.
Helstu magntölur útboðsverksins eru:
Gröftur |
6.000 |
m³ |
Klapparlosun |
250 |
m³ |
Ný DN200/315 aðveituæð hitaveitu |
2.040 |
m |
Ný Ø90PE aðveituæð kaldavatnsveitu |
2.100 |
m |
Ný Ø180PE aðveituæð kaldavatnsveitu |
605 |
m |
Mikilvægar dagsetningar í verkinu:
Lagnir aðveituæðar hitaveitu tilbúnar 19.11. 2015
Lagnir aðveituæðar vatnsveitu tilbúnar 19.11. 2015
Tímamörk á uppúrtekt asbests 11.12. 2015
Tímamörk verkloka 18.12. 2015
Sáningu lokið og verklok 01.07. 2016
Verkið er nánar skilgreint í útboðsgögnum ORV-2015-16.
Tilboð verða opnuð hjá Orkuveitu Reykjavíkur – veitum ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 6. ágúst 2015, kl. 11:30.