Home Fréttir Í fréttum Seltirningar þurfa ekki að borga lækningaminjasafn

Seltirningar þurfa ekki að borga lækningaminjasafn

298
0
Mynd: Ruv.is

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði Seltjarnarnesbæ í dag af kröfu ríkisins um að greiða 102 milljónir króna vegna byggingar lækningaaminjasafns á Seltjarnarnesi sem aldrei varð að veruleika.

<>

Lækningaminjasafnið var draumur Jóns Steffensens prófessors sem arfleiddi Læknafélag Íslands að eignum sem nota átti til að reisa safnið.

Síðar ætluðu Læknafélagið, Seltjarnarnesbær og íslenska ríkið að standa saman að byggingu safnsins.

Hafist var handa við byggingu fyrir rúmum áratug en aldrei lokið.

Jón Steffensen kvað á um arfinn í erfðaskrá 1990 og Læknafélagið færði Þjóðminjasafninu peninga og fasteignir til eignar árið 2000.

Árið 2007 var svo samið um að Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur og íslenska ríkið myndu leggja til samtals 225 milljónir króna til þess að byggja lækningasafn við Seltjörn.

Seltjarnarnesbær átti að leggja til 110 milljónir króna og bera ábyrgð á rekstrinum. Seinna kom í ljóst að byggingin yrði mun dýrari en áætlað hafði verið og lögðust framkvæmdir af.

Tólf árum eftir að samningurinn var gerður hefur lækningaminjasafnið ekki orðið að raunveruleika og framkvæmdum við bygginguna var aldrei lokið.

Það hefur reyndar drabbast niður undanfarið. Íslenska ríkið krafðist þess að Seltjarnarnesbær endurgreiddi sér sitt framlag með vöxtum, og vísaði til ákvæðis í samningnum um greiðslur bæjarins ef hann leysti húsið til sín og hygðist nota það til annars en undir rekstur lækningaminjasafns.

Seltirningar neituðu greiðslunni og sögðust aldrei hafa leyst húsnæðið til sín.
Málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur sem kvað upp dóm sinn í dag.

Bærinn er sýknaður af kröfu ríkisins.
Seltjarnarnesbær auglýsti húsið til sölu í fyrra. Það varð ekki til að draga úr deilum ríkis og bæjar sem greindi á um hvort bærinn mætti auglýsa húsið til sölu.

Læknafélögin voru líka ósátt við það.

Heimild: Ruv.is