Góður gangur er í framkvæmdunum við Kleppjárnsreykjaskóla, en um þessar mundir er verið að reisa veggi viðbyggingarinnar. Samningar um bygginguna voru undirritaðir í júní og hófust framkvæmdir í haust.
Byggingarverktakinn er Eiríkur Jón Ingólfsson.
Nýbyggingin er úr forsteyptum einingum, 530 fermetrar að stærð og mun hýsa leikskólann Hnoðraból ásamt skrifstofum grunnskólans og kennararými.
Fyrir áhugasama má nálgast teikningar af viðbyggingunni á Kortasjá Borgarbyggðar.
Heimild: Borgarbyggð.is