Home Fréttir Í fréttum Þrjú til­boð inn­an kostnaðaráætl­un­ar

Þrjú til­boð inn­an kostnaðaráætl­un­ar

237
0
Mynd: mbl.is/Ó​feig­ur

Til­boð í jarðvegs­fram­kvæmd­ir vegna ný­bygg­ing­ar Alþing­is við Von­ar­stræti voru opnuð hjá Rík­is­kaup­um í dag. Verkið var boðið út á Evr­ópska efna­hags­svæðinu 12. sept­em­ber og bár­ust fjög­ur til­boð frá inn­lend­um aðilum.

<>

Þrjú til­boðanna voru inn­an kostnaðaráætl­un­ar.
Til­boðin verða yf­ir­far­in af Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins og í fram­hald­inu verður ákvörðun tek­in um hvaða til­boði verður tekið. Áætlað er að jarðvegs­fram­kvæmd­ir hefj­ist í nóv­em­ber, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Alþingi.

Þá seg­ir, að nú sé verið að fara yfir til­boð á vinnu við að setja stein­klæðningu á ytra byrði bygg­ing­ar­inn­ar. Útboð fyr­ir vinnu við aðal­bygg­ing­una og tengiganga verða aug­lýst í júní 2020 og er gert ráð fyr­ir að upp­steypa bygg­ing­ar­inn­ar hefj­ist í sept­em­ber sama ár.
Verklok eru áætluð í mars 2023, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Heimild: Mbl.is