Home Fréttir Í fréttum Upp­bygg­ing fyr­ir 1.900 millj­ón­ir í Úlfarsár­dal

Upp­bygg­ing fyr­ir 1.900 millj­ón­ir í Úlfarsár­dal

186
0
Sam­tals fara tæp­lega 1,9 millj­arðar í miðstöðina á þessu ári. Teikn­ing/​Reykja­vík

Sam­tals ætl­ar Reykja­vík­ur­borg að veita tæp­lega 1,9 millj­örðum króna til upp­bygg­ing­ar íþrótta-, menn­ing­ar- og skóla­mann­virkja í Úlfarsár­dal á þessu ári.

<>

Upp­bygg­ing íþrótta- og menn­ing­armiðstöðvar hef­ur lengi verið í píp­un­um, en upp­bygg­ing hverf­is­ins fór í baklás eft­ir fjár­mála­hrunið árið 2008 og var meðal ann­ars dregið tals­vert úr upp­haf­leg­um áform­um um upp­bygg­ingu fyr­ir íþrótta­fé­lagið Fram á svæðinu auk þess sem fram­kvæmd­un­um var frestað.

Árið 2013 var kynnt um opna hönn­un­ar­sam­keppni fyr­ir íþrótta- og menn­ing­armiðstöðina og árið 2015 fundaði Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri með íbú­um til að kynna áformaðar fram­kvæmd­ir.
Borg­in hef­ur nú samþykkt út­gjöld vegna fram­kvæmd­anna, en á Útboðsþingi Sam­taka iðnaðar­ins í dag kom fram að kostnaður við íþróttamiðstöðina væri 1.300 millj­ón­ir og við menn­ing­armiðstöðina 200 millj­ón­ir.

Þá er einig áformað að setja 382 millj­ón­ir í nýj­an leik- og grunn­skóla í hverf­inu á þessu ári.

Teikn­ing af íþrótta-, menn­ing­ar- og skóla­miðstöðinni sem reisa á í Úlfarsár­dal. Teikn­ing/​Reykja­vík

Heimild: Mbl.is