Home Fréttir Í fréttum Reisa timb­ur­hús við Kirkju­sand

Reisa timb­ur­hús við Kirkju­sand

412
0
Hér má sjá fyrri drög að hverf­inu. Verk­efnið er enn í mót­un. Teikn­ing/​ASK arki­tekt­ar

Skipu­lags­yf­ir­völd í Reykja­vík hafa aug­lýst breyt­ingu á deili­skipu­lagi Kirkju­sands.

<>

Meðal ann­ars er íbúðum fjölgað á reit­um G, H og I úr 100 í 125. Reit­irn­ir þrír eru innst á lóðinni, suðaust­ast, og munu liggja við nýja götu, Hall­gerðargötu, norðaust­an Laug­ar­nes­veg­ar.

Páll Gunn­laugs­son, arki­tekt hjá ASK arki­tekt­um, hef­ur komið að gerð deili­skipu­lags­ins.

Það var samþykkt 2016 en þá var gert ráð fyr­ir 300 íbúðum á öllu skipu­lags­svæðinu.
Páll seg­ir meðal­stærð íbúða á breyt­inga­svæðinu nú um 80 fer­metra en hafi áður verið um 100 fer­metr­ar.

Það sé í takt við mikl­ar breyt­ing­ar í eft­ir­spurn síðan vinna hófst við deili­skipu­lagið. Bjarg íbúðafé­lag hafi lóðir G og H til ráðstöf­un­ar.

Hús­in á þeim verði byggð úr timb­urein­ing­um frá Lett­landi. Það lækki bygg­ing­ar­kostnað, að því er seg­ir i Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is