Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í samtali við blaðið í dag að norðanvindurinn sem blés við Stjórnarráðið á fullveldisdaginn hafi líklega verið magnaður upp af mannavöldum.
Það sé vel þekkt að þegar reistar séu byggingar sem séu ákveðið háar miðað við breidd aðliggjandi götu magnist upp vindur sem blási samsíða götunum.
Lækjargatan sé nú dæmigerð fyrir slík vindgöng, segir Einar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Heimild: Mbl.is