Home Fréttir Í fréttum Vilja bæta 44 herbergjum á sex hæðum við Hótel Keili í Reykjanesbæ

Vilja bæta 44 herbergjum á sex hæðum við Hótel Keili í Reykjanesbæ

193
0
Hótel Keilir Reykjanesbæ

Forsvarsmenn Hótel Keilis hafa lagt inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar um stækkun hótelsins með viðbyggingu austanmegin.

<>

Viðbyggingin yrði alls 6 hæðir með 44 herbergjum. Gert er ráð fyrir að undirgöngum frá Hafnargötu verði lokað og komið yrði fyrir lyftu.

Umhverfis- og skipulagsráð tók málið fyrir á fundi sínum, hvar óskað er eftir frekari gögnum.

Ráðið telur að gera þurfi betur grein fyrir aðkomu gesta, bílastæðaþörf og lausn á henni. Þá telur ráðið einnig að gera þurfi betri grein fyrir ásýnd og umfangi. Erindinu var því frestað.

Heimild: Sudurnes.net