Home Fréttir Í fréttum 52 námsmannaíbúðir bætast við í Grafarholti

52 námsmannaíbúðir bætast við í Grafarholti

442
0
Mynd: Byggingafélag námsmanna
Námsmannaíbúðum á vegum Byggingafélags námsmanna mun fjölga um 52 við Klausturstíg og Kapellustíg í Grafarholti samkvæmt nýju deiliskipulagi. Þar eru nú þegar 200 íbúðir.

Í tilkynningu frá félaginu segir að borgarráð hafi samþykkt breytingu á deiliskipulagi sem Kanon arkitektar hafa gert. Byggð verða fjögur ný hús á lóðunum ásamt geymslu fyrir starfsemi byggingafélagsins. Byggingarmagn á lóðinni verður aukið um 3.300 fermetra, úr 11.000 fermetrum í 14.300 fermetra.

<>

Gert er ráð fyrir 0,8 bílastæðum á hverja íbúð eða 202 stæðum og hjólastæði fyrir a.m.k. einu reiðhjóli í hjólageymslu eða hjólastæði fyrir hverja íbúð á lóðinni.

Heimild: Ruv.is