Home Fréttir Í fréttum Reykjavíkurborg selur Alliance húsið

Reykjavíkurborg selur Alliance húsið

386
0
Alliance húsið Mynd: Reykjavíkurborg
Borgarráð hefur samþykkt að gengið verði til samninga um sölu á Alliance húsinu að Grandagarði 2 og tengdum byggingarrétti.
Söluverðið er 900 milljónir króna.  Alliance þróunarfélag varð hlutskarpast í auglýstu samkeppnisferli þar sem kaupverð hafði fimmtíu prósent vægi á móti hugmyndafræði, hönnun og samráð við nærumhverfi.
Tilboð Alliance þróunarfélags var metið áhugaverðast út frá bæði verði og hugmyndum um starfsemi og þróun á reitnum.

Alliance húsið við Grandagarð var reist á árunum 1924 til 1925 til að hýsa starfsemi útgerðarfyrirtækisins Alliance sem Thor Jensen og fleiri ráku.

<>

Reykjavíkurborg festi kaup á húsinu árið 2012 en ytra byrði hússins er friðað og gerði Reykjavíkurborg húsið upp að utan.

Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu. Þar er einnig Norðurljósasýning og hafa listamenn aðstöðu á efri hæðunum.

Húsið er selt með núverandi leigusamningum. Þær kvaðir hvíla á húsinu að það verði nýtt fyrir menningartengda starfsemi.

Reykjavíkurborg lét vinna nýtt deiliskipulag fyrir húsið og umhverfi þess sem hafði það að markmiði að auka nýtingu á lóðinni í samræmi við Aðalskipulag Reykjavíkurborgar 2010 til 2030 og þróun borgarinnar sem stefnt er að í Aðalskipulaginu.

Heimild: Ruv.is