Verkið felst í að leggja nýjan veg meðfram Skriðuvatni og þaðan langleiðina að Axarvegamótum ásamt tilheyrandi tengingum, ræsagerð og lögn klæðingar.
Hann fylgir að mestu núverandi vegstæði.
Lengd útboðskaflans er 6,1 km.
Helstu magntölur eru:
- – Skeringar 37.000 m3
- ………þar af bergskeringar 700 m3
- – Fyllingar 81.000 m3
- – Fláafleygar 33.000 m3
- – Ræsagerð 900 m
- – Styrktarlag 41.000 m3
- – Burðarlag 11.000 m3
- – Tvöföld klæðing 47.000 m2
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1.október 2019.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 11-13 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 26. júní 2018. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu staði fyrir kl. 4:00 þriðjudaginn 10. júlí 2018 og verða þau opnuð þar kl. 14:15 þann dag.