Home Í fréttum Niðurstöður útboða Norðurtak með lægsta boð í smábátahöfn á Skagaströnd

Norðurtak með lægsta boð í smábátahöfn á Skagaströnd

308
0
Mynd: Feykir.is

Sveitarstjórn Skagastrandar gengur að tilboði Norðurtaks á Sauðárkróki sem átti lægsta tilboð í gerð smábátahafnar á Skagaströnd. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 59.337.300.-. 

<>

Tvö tilboð bárust í verkið, hvorutveggja frá skagfirskum verktökum, annars vegar frá Vélaþjónustunni Messuholti sem bauð kr. 58.553.250,- sem var 98,7% af kostnaðaráætlun og hins vegar frá Norðurtak en þeirra boð var kr. 47.667.600,-  eða 80,3% af kostnaðaráætlun.

Vegagerðin lagði til að gengið yrði til samninga við lægstbjóðanda eftir að 10 daga kærufrestur væri liðinn og var sveitarstjóra falið að undirrita verksamning um verkið.

Heimild: Feykir.is