Aðeins bárust tvö tilboð í byggingu nýs vallarhúss fyrir ÍR í Mjóddinni. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að hafna báðum tilboðunum sem bárust í verkið, þar sem þau reyndust töluvert yfir kostnaðaráætlun.
Munck Íslandi ehf. bauð krónur 264.112.313 sem var 33% yfir kostnaðaráætlun en hún hljóðaði upp á 198 milljónir. Þingvangur ehf. bauð krónur 289.998.455.
Samkvæmt upplýsingum Þorkels Jónssonar hjá umhverfis- og skipulagssviði verður verkið boðið út á nýjan leik.
Til greina komi að skipta því upp, t.d. með því að taka út lagnaþætti og önnur slík verk.
Þorkell kveðst vongóður um að það útboð beri árangur og ekki verði miklar tafir á verkinu. Vallarhúsið verður við nýjan frjálsíþróttavöll ÍR sem byggður verður í Suður-Mjódd.
Heimild: Mbl.is