Einungis eitt tilboð barst Vestmannaeyjabæ í viðbyggingu við Barnaskóla Vestmannaeyja. Um málið var fjallað á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku.
Tilboðið sem barst kom frá Steina og Olla ehf. og hljóðaði það uppá kr. 38.010.676,-. Kostnaðaráætlun hönnuða hljóðaði hins vegar uppá kr. 29.952.400,-.
Ráðið hafnaði innsendu tilboði og fól framkvæmdastjóra að leita annarra leiða við framkvæmd verksins.
Heimild: Eyjar.net