Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í morgun tilkynning um mann sem kominn var upp í byggingarkrana í Bríetartúni.
Að því er segir í skeyti lögreglu var maðurinn kominn upp í um það bil 65 metra hæð. Maðurinn náði að koma sér sjálfum niður en talsverður viðbúnaður var á vettvangi af hálfu lögreglu og slökkviliðs.
„Maðurinn var talsvert ölvaður og gat hann ekki gert grein fyrir veru sinni þarna. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu,
Hann verður kærður fyrir húsbrot þar sem hann fór inn á lokað vinnusvæði, meðal annars,“ segir í skeyti lögreglu.
Heimild: Visir.is