Bb.is greindi frá en eftir síðustu viku var lengd ganganna orðin 741,2 metrar sem er 14 prósent af heildarlengd ganganna. Þau eiga að verða 5,3 kílómetrar að lengd og 5,6 kílómetrar með vegskálum.
Undanfarnar vikur hefur verið grafið í gegnum basalt en á föstudaginn kom þó í ljós kargi í gólfinu sem er lausari í sér. Basaltinu hefur verið ekið á haugasvæði og er ætlunin að nýta það síðar en nú er öllu ekið í vegfyllingu.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þá lekur vatn á nokkrum stöðum í göngin í gegnum sprungur eða drenholur en Guðmundur Rafn Kristjánsson, deildarstjóri jarðganga hjá Vegagerðinni, segir vatnið jafnan lítið. Verkið gangi vel þótt það hafi hafist seinna en áætlað var.
Guðmundur Rafn segir að nú verður áfram grafið til 19. desember en þá fara gangastarfsmenn Suðurverks og Metrostav í jólafrí í tvær vikur og koma aftur til starfa þann 3. janúar. Flestir starfsmenn Metrostav eru frá Tékklandi.
Heimild: Ruv.is