Töluverður reykur hlaust þegar eldur kviknaði í bílskúr sem verið er að reisa við Álfaskeið í Hafnarfirði nú eftir hádegi. Eldurinn kviknaði þegar verið var að sjóða þakpappa.
Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu hafði húsráðanda tekist að slökkva eldinn að mestu þegar slökkviliðsmenn bar að garði. Engan sakaði. Tilkynning um eldinn barst kl. 13:42.
Bílskúrnum er lýst sem rétt rúmlega fokheldum og tjónið talið minniháttar.
Heimild: Visir.is