Home Fréttir Í fréttum Vilja ekki tjá sig um greiðsluna til ÍAV

Vilja ekki tjá sig um greiðsluna til ÍAV

183
0
Frá byggingu United Silicon Mynd: Víkurfréttir.is

Hvorki forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Íslenskra aðalverktaka (ÍAV) né kísilvers United Silicon í Helguvík vilja tjá sig um hvort kísilverið sé búið að greiða ÍAV rúman einn milljarð króna í samræmi við niðurstöðu gerðardóms. Fresturinn til þess að ganga frá greiðslunni rann út á fimmtudag.

<>

Fréttablaðið hefur ekki fengið staðfest hvort ÍAV hafi borist greiðsla. Er málið sagt á afar viðkvæmu stigi.

Þriggja manna gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu að United Silicon þyrfti að greiða ÍAV rúman einn milljarð króna vegna ógreiddra reikninga. Upphafleg krafa ÍAV hljóðaði upp á rúma tvo milljarða auk dráttarvaxta, en þar af námu reikningar vegna framkvæmda við verksmiðjuna 1,1 milljarði króna. ÍAV var aðalverktaki kísilversins, en starfsmenn þess lögðu niður störf í Helguvík í júlí í fyrra.

Heimild: Visir.is