Home Fréttir Í fréttum Bygging torf­hús­a í Eini­holti í Bisk­upstung­um

Bygging torf­hús­a í Eini­holti í Bisk­upstung­um

746
0
Mynd: mbl.is/​Golli
Sig­urður Haf­steinn Sig­urðsson. mbl.is/​Golli

Á lóðinni Mel í landi Eini­holts I í Bisk­upstung­um eru nú ris­in tíu torf­hús en þar verður rek­in gistiþjón­usta. Bygg­ing hús­anna hófst síðasta sum­ar en ráðgert er að henni ljúki næsta vor og starf­semi hefj­ist.

<>

Torf­hús­in eru tíu tals­ins og rúma hvert um sig fjóra full­orðna. Hvert hús er um 60 fer­metr­ar að stærð. Að sögn Sig­urðar Haf­steins Sig­urðsson­ar fram­kvæmda­stjóra eru hús­in vönduð og þjón­usta við gesti verður og fyrsta flokks. Verður hún þó með öðru sniði en gest­ir lúx­us­hót­ela eiga að venj­ast.

Er­lend­ir fjár­fest­ar

Að bygg­ingu hús­anna stend­ur fjöl­skylda Sig­urðar auk vina­fjöl­skyldu frá Liechten­stein en eign­ar­haldið verður sam­eig­in­legt. For­eldr­ar Sig­urðar eru Sig­urður Jens­son og Sjöfn Sól­ey Kol­beins hross­a­rækt­end­ur, en hjón­in frá Liect­hen­stein eru Al­ex­andra Hoop og Erich Hoop fjár­fest­ar. Að sögn Sig­urðar eru þau mikl­ir áhuga­menn um nátt­úru- og dýra­vernd. „Þetta er er­lend fjár­fest­ing. Það eru fleiri sem hafa trú á Íslandi en við,“ seg­ir Sig­urður en hjón­in hafa sterk tengsl við Ísland.

„Þau hafa komið reglu­lega til Íslands í 20 til 30 ár og elska landið. Hug­mynd­in var miklu minni í upp­hafi. Þá vild­um við gera lít­inn torf­bæ fyr­ir út­lend­inga til að fá upp­lif­un­ina. Svo hef­ur þetta bara stækkað og stækkað,“ seg­ir hann. Með aðstoð ver­ald­ar­vefjar­ins hönnuðu fjöl­skyld­urn­ar hús­in í sam­ein­ingu og Bent Lar­sen Fróðason teiknaði.

„Það er svo gott að hafa út­lend­inga í þessu með sér. Þeir sjá landið allt öðru­vísi en við. Þeir gera sér grein fyr­ir því hvað við eig­um.“

Hvert hús er um 60 fermetrar að stærð.
Hvert hús er um 60 fer­metr­ar að stærð. mbl.is/​Golli

Fjöl­marg­ar nátt­úruperl­ur eru í ná­grenni Eini­holts og má þar helst nefna Geysi og Lang­jök­ul.

„Þú get­ur verið í viku til tíu daga hér og á hverj­um ein­asta degi farið og skoðað nýja nátt­úruperlu,“ seg­ir Sig­urður. Við torf­hús­in hef­ur verið út­bú­inn reit­ur þar sem sett­ar hafa verið niður all­ar helstu trjá­teg­und­ir í ís­lenskri flóru til kynn­ing­ar fyr­ir gesti. Einnig eru í þróun hug­mynd­ir að því hvernig kynna megi fugla­líf svæðis­ins.

Gest­irn­ir verða í ná­vígi við hesta en þeir halda til um­hverf­is húsaþyrp­ing­una.

Hágæðahrá­efni í hús­un­um

Hús­in eru byggð, líkt og sjá má á meðfylgj­andi mynd­um, á ís­lenska torf­bæn­um. Að sögn Sig­urðar voru farn­ar ferðir á Árbæj­arsafn til að fanga bygg­ing­ar­stíl­inn vel. Minnstu smá­atriði eru sjá­an­leg í hand­verk­inu, m.a. má nefna að nagl­ar í ytra byrði húss­ins eru dem­antslaga, af gömlu gerðinni. Hleðslu­menn­irn­ir eru eist­nesk­ir og að sögn Sig­urðar hafa þeir leyst verk sitt vel af hendi. „Þeir eru fag­menn fram í fing­ur­góma og vita ná­kvæm­lega hvað þeir eru að gera,“ seg­ir hann.

Að inn­an er frá­gang­ur einnig vandaður en efn­is var leitað um víða ver­öld að sögn Sig­urðar. Þannig er viður á veggj­um og í loft­um end­ur­nýtt­ur viður frá Aust­ur­ríki og gól­f­efni eru frá Spáni. Blönd­un­ar­tæki á baðher­bergj­um eru bresk.

Í hverju húsi verður eldhúskrókur með fullbúnu eldhúsi og borðstofuborði. ...
Í hverju húsi verður eld­hús­krók­ur með full­búnu eld­húsi og borðstofu­borði. Í setu­stofu verður sér­hannaður leður­sófi og borð auk sjón­varps sem fellt verður inn í ramma á vegg. Tvö svefn­her­bergi með tví­breiðum rúm­um eru í hverju húsi og baðher­bergi.mbl.is/​Golli

Í hverju húsi verður eld­hús­krók­ur með full­búnu eld­húsi og borðstofu­borði. Í setu­stofu verður sér­hannaður leður­sófi og borð auk sjón­varps sem fellt verður inn í ramma á vegg. Tvö svefn­her­bergi með tví­breiðum rúm­um eru í hverju húsi og baðher­bergi. Við hús­in er einnig sólpall­ur og heit laug með raf­stýr­ingu fyr­ir hita. Hús­in verða einnig tækni­vædd og hug­mynd­ir eru um að hafa spjald­tölvu í hverju húsi með upp­lýs­inga­veitu og ann­arri þjón­ustu fyr­ir gesti.

Fram í sept­em­ber verður unnið að frá­gangi lóða og þöku­lagn­ingu kring­um hús­in en í vet­ur verður unnið inni í hús­un­um.

„Við vilj­um hafa um­hverfið eins og það er. Við vilj­um ekki vera að mal­bika hér eða gera annað slíkt. Við verðum bara með sama torfið og var hér fyr­ir,“ seg­ir Sig­urður.

Við hvert torfhúsanna er heit laug úr stuðlabergi úr Hrepphólum.
Við hvert torf­hús­anna er heit laug úr stuðlabergi úr Hrepp­hól­um. mbl.is/​Golli

Al­gjört næði frá um­heim­in­um

Sig­urður seg­ir að þótt þjón­ust­an verði fyrsta flokks sé hugs­un­in að gest­irn­ir verði í al­gjöru næði og starfs­fólkið áreiti þá ekki. Vegi upp að húsaþyrp­ing­unni verður m.a. lokað fyr­ir um­ferð með aðgangs­stýr­ingu og við laug­arn­ar verða bún­ir til hól­ar svo næði sé frá öðrum gest­um.

„Hug­mynd­in hjá okk­ur er að leyfa fólki að vera í friði í hús­un­um. Ef fólk vant­ar þjón­ustu get­ur það verið í sam­bandi við þjón­ustu­húsið. Við þjón­ust­um gest­ina þá um hvað sem er,“ seg­ir hann. Sig­urður seg­ir að öll þjón­usta verði innifal­in, hugs­un­in sé að budd­una þurfi aðeins að reiða fram einu sinni meðan á dvöl stend­ur. Ekki ligg­ur fyr­ir hve marg­ir starfs­menn munu þjóna gest­un­um.

Sigurður segir að þótt þjónustan verði fyrsta flokks sé hugsunin ...
Sig­urður seg­ir að þótt þjón­ust­an verði fyrsta flokks sé hugs­un­in að gest­irn­ir verði í al­gjöru næði og starfs­fólkið áreiti þá ekki. mbl.is/​Golli

Næst Ein­holts­vegi er í bygg­ingu þjón­ustu­hús sem er um 350 fer­metr­ar að stærð. Hönn­un þess er inn­blás­in af þjóðveld­is­bæn­um í Þjórsár­dal og hef­ur einnig torfþak og hleðslur en inn­rétt­ing­ar verða í stíl við torf­hús­in tíu. Þjón­ustu­húsið er aðeins ætlað gest­um í torf­hús­un­um.

Í þjón­ustu­hús­inu verður fram­reidd­ur morg­un­verður, eldaður í hágæðaeld­húsi, og þar verða einnig mót­taka fyr­ir gesti, bar og setu­stofa. Mat­sal­inn má að auki nýta und­ir funda­höld, fyr­ir­lestra og annað þvíum­líkt.

Minnstu smáatriði eru sjáanleg í handverkinu, m.a. má nefna að ...
Minnstu smá­atriði eru sjá­an­leg í hand­verk­inu, m.a. má nefna að nagl­ar í ytra byrði húss­ins eru dem­antslaga, af gömlu gerðinni. mbl.is/​Golli
Heimild: Mbl.is