Home Fréttir Í fréttum Reginn hf. gerir samkomulag um kaup á reit 5b við Austurhöfn

Reginn hf. gerir samkomulag um kaup á reit 5b við Austurhöfn

206
0

Reginn hf. hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður, við fyrirtækið Austurhöfn ehf. (áður Kolufell ehf.), um kaup félagsins á öllu atvinnuhúsnæði á reit 5b á lóðinni Austurbakki 2 í miðborg Reykjavíkur. Um er að ræða 2.700 m2 verslunar- og veitingarými sem er einstaklega vel staðsett á horni Geirsgötu og Austurhafnar.

Byggingarnar sem munu hýsa áðurnefnd verslana- og veitingarými eru afmarkaðar af Gömlu höfninni, Marriott EDITION fimm stjörnu hóteli sem er nú í byggingu, fyrirhuguðum höfuðstöðvum Landsbankans og Hafnartorgi.

Rýmið tengist bílakjallara sem nær frá Hörpu niður á Lækjatorg.

Um er að ræða verslunar- og veitingarými að langmestu á jarðhæð, en að litlum hluta í kjallara og 2. hæð. Kaupin ef af verða falla vel að fjárfestingastefnu félagsins sem felur í sér að auka hlut félagsins m.a. í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum.

Miðað er við að rýmin verði afhent tilbúið til útleigu um mitt ár 2019.

Tilgangur viðskiptanna ef af verður, er að styrkja viðskiptahugmyndir Regins á svæðinu enn frekar. Félagið hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að verslana- og þjónusturými á þessu einstaka svæði í miðbæ Reykjavíkur verði hugsuð, skipulögð og rekin sem ein heild. Með því næst betur að tryggja rétta samsetningu og gæði þeirra eininga sem saman mynda fyrirhugaðan verslana- og þjónustukjarna. En fyrir er Reginn kaupandi af öllu verslana og veitingarými á Hafnartorgi sem er staðsett á reitum 1 og 2 á lóðinni Austurbakka 2.

Umfang viðskiptanna hvað varðar fjárhag og stærð, er lítið í samanburði við eignasafn Regins. Þau munu hafa óveruleg áhrif á fjárhag og afkomu Regins.

Samkomulag þetta  er með ýmsum fyrirvörum m.a. um áreiðanleikakannanir og samþykki stjórnar Regins.

Heimild: Omxgroup.com

Previous article27.07.2017 Borgarholtsskóli og Fjölbrautaskólinn við Ármúla – þjónustusamningur um trésmíði
Next articleFyrsta skóflustunga að nýjum meðferðarkjarna Landspítalans verður líklega tekin 2018 eða snemma árs 2019