Home Fréttir Í fréttum Verður rifið sem allra fyrst

Verður rifið sem allra fyrst

174
0
Hús­næðið hef­ur staðið autt frá því í janú­ar. mbl.is/​Golli

Húsið sem áður hýsti kaffi­húsið Systra­sam­lagið á Seltjarn­ar­nesi verður rifið sem fyrst en það hef­ur staðið autt síðan í lok janú­ar. Rýmið er um 50 fer­metr­ar og stend­ur við lík­ams­rækt­ar­stöðina World Class við Suður­strönd.

<>

Í skrif­legu svari Ásgerðar Hall­dórs­dótt­ur, bæj­ar­stjóra Seltjarn­ar­ness, við fyr­ir­spurn mbl.is kem­ur fram að það standi til að fjar­lægja húsið sem allra fyrst en leigu­samn­ing­ur þess rann út árið 2014. Að sögn Ásgerðar verður svæðið síðan end­ur­hannað og breytt með til­liti til fjölg­un bíla­stæða.

Kaffi­húsið Systra­sam­lagið var í hús­næðinu í um þrjú og hálft ár en flutti þaðan á Óðins­götu í Reykja­vík í vet­ur

Það vakti mikla at­hygli þegar eig­end­ur Systra­sam­lags­ins til­kynntu flutn­ing­ana og sögðu þá helst vegna skipu­lags­mála hjá Seltjarn­ar­nes­bæ og samþykkt­ar frá ár­inu 2007 um að rífa húsið og gera þar bíla­kjall­ara. Þar af leiðandi vildi bæj­ar­fé­lagið ekki leigja hús­næðið út nema til árs í senn og að sögn eig­end­anna olli það því að viðhald á hús­næðinu sat á hak­an­um og því ákváðu eig­end­urn­ir, syst­urn­ar Guðrún og Jó­hanna Kristjáns­dæt­ur, að flytja kaffi­húsið.

Heimild: Mbl.is