Home Fréttir Í fréttum Sveitarfélög stunda viðskipti við kennitöluflakkara

Sveitarfélög stunda viðskipti við kennitöluflakkara

245
0
Hafnarfjörður

Hafnarfjörður og Reykjanesbær skipta við verktakafyrirtæki á þriðju kennitölunni.

<>

Tvö sveitarfélög, Hafnarfjörður og Reykjanesbær, eiga í viðskiptum við verktakafyrirtæki sem nú er starfrækt á þriðju kennitölunni.

Viðskiptin fara fram í gegnum fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna, Vatnsveitu Hafnarfjarðar og HS Veitur hf. Þá hefur fyrirtækið einnig séð um snjómokstur fyrir Hafnarfjarðarbæ.

Innkaupareglur Reykjanesbæjar kveða á um að vísa beri bjóðanda frá ef í ljós kemur að fyrirtæki eða eigandi þess hafi farið í gjaldþrot, nauðasamninga eða greiðslustöðvun á síðastliðnum fimm árum.

Þetta ákvæði er ekki að finna í innkaupareglum Hafnarfjarðarbæjar sem ganga mun skemur en hjá öðrum nágrannasveitarfélögum. „Þetta er skítt fyrir þá aðila sem eru að standa skil á öllu sínu en sjá síðan aðila með mörg gjaldþrot á bakinu hirða verkin,“ segir ósáttur samkeppnisaðili.

Gjaldþrota í annað sinn

Kennitöluflakk hefur verið mikið í umræðunni undanfarið í kjölfar þess að Sam­tök at­vinnu­lífs­ins og Alþýðusam­band Íslands kynntu á dögunum til­lög­ur sem ætlað er að sporna gegn athæfinu.

Í til­lög­un­um felst meðal ann­ars að þeim sem yrðu upp­vís­ir að kenni­töluflakki yrði bannað að reka og eiga hluta­fé­lög og einka­hluta­fé­lög í allt að þrjú ár.

Heimild: DV.is