Home Fréttir Í fréttum Fyrsta íbúðarhúsið á Bíldudal í 28 ár

Fyrsta íbúðarhúsið á Bíldudal í 28 ár

251
0
Hús svipað því sem á reisa á Bíldudal Mynd: Íslenska kalkþörungaverksmiðjan
Íslenska kalkþörungafélagið hefur fengið úthlutað lóð á Bíldudal til að byggja raðhús með fjórum 75 fermetra íbúðum. Það verður þá fyrsta íbúðarhúsið til að vera byggt á Bíldudal í 28 ár. Til stendur að reisa húsið á óbyggðu svæði við hlið leikskólans í þorpinu.

Húsnæðisskortur hefur hrjáð Bíldudal að undanförnu með tilkomu nýrra fyrirtækja í bænum og aukinni eftirspurn eftir húsnæði. Starfsmannafjöldi Arnarlax hefur til dæmis farið úr fjórum starfsmönnum í yfir hundrað á þremur árum.

<>

Til að mæta húsnæðiskortinum hefur Íslenska Kalkþörungaverksmiðjan sótt um lóð fyrir einingarhúsi sem kemur frá Eistlandi og stendur til að hefja framkvæmdir næsta vor. Húsið er með fjórum 75 fermetra íbúðum sem má skipta niður í átta minni íbúðir.

Samkvæmt forsvarsmanni íslensku Kalkþörungaverksmiðjunnar var ákveðið að ráðast í að byggja þar sem ekki eru forsendur fyrir því að einstaklingar, sérstaklega ungt fólk, ráðist á eigin vegum í byggingarframkvæmdir né heldur íbúarkaup á notuðu húsnæði þar sem lánastofnanir lána einungis að hámarki fyrir 70 prósentum af fasteignamati. Fasteignamat á Bíldudal er enn lágt þótt húsnæðisverð hafi hækkað mikið. Kalkþörungaverksmiðjan hefur hug á því að selja íbúðirnar þegar þar að kemur.

Húsið er á lóð sem búið er að verja fyrir snjóflóðum en stórum hluta lóða bæjarins á Bíldudal má ekki úhluta þar sem byggðin er ekki fullvarin. Lóðin er við hlið leikskólans við Tjarnarbraut.

Samkvæmt upplýsingum frá Vesturbyggð er einnig búið að sækja um lóð fyrir einbýlishúsi á Patreksfirði en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhús frá árinu 1993.

Heimild: Ruv.is