Home Fréttir Í fréttum „Húsið okk­ar titr­ar og skelf­ur“

„Húsið okk­ar titr­ar og skelf­ur“

194
0
Fram­kvæmd­ir standa nú yfir vegna fyr­ir­hugaðar bygg­ing­ar fimm hæða hót­els við Vega­móta­stíg. Ljós­mynd/​aðsend

Íbúar við Grett­is­götu hafa stór­ar áhyggj­ur af eign­um sín­um vegna fram­kvæmda við Vega­móta­stíg og Grett­is­götu sem nú standa yfir vegna fyr­ir­hugaðar bygg­ing­ar fimm hæða hót­els á lóðinni við Vega­móta­stíg 7-9. Í sam­tali við mbl.is seg­ist íbúi í hús­inu, sem er við hlið fyr­ir­hugaðrar hót­el­bygg­ing­ar, að lítið sem ekk­ert hafi verið hlustað á um­kvart­an­ir og ábend­ing­ar íbúa í hverf­inu. Þá sé mikið ónæði af fram­kvæmd­un­um auk þess sem íbú­ar hafi áhyggj­ur af ásýnd hverf­is­ins og skertu út­sýni.

<>

Frétt mbl.is: Vega­móta­stíg­ur 9 flyst á Grett­is­götu

„Húsið okk­ar er gam­alt , byggt í kring­um 1930 og á klöpp sem er verið að bora í með risa bor­um. Húsið okk­ar titr­ar og skelf­ur. Við vit­um ekki hvað það þolir mikið,“ seg­ir íbú­inn sem vill ekki láta nafn síns getið.

Ljós­mynd/​aðsend

„Þessi bygg­ing er ótrú­lega um­fangs­mik­il og há fyr­ir svona gam­alt hverfi með lág­um hús­um í göml­um stíl,“ seg­ir íbú­inn, sem tel­ur fyr­ir­hugaða upp­bygg­ingu hafa tölu­verð áhrif á ásýnd hverf­is­ins. „Það mun skyggja veru­lega á húsið við hliðina sem við ná­grann­ar búum í. Útsýni mun skerðast svo um mun­ar og mikið skugga­varp mun skap­ast. Þetta mun svo sann­ar­lega rýra eign­ir okk­ar og skerða lífs­gæði.“

Þá ótt­ast íbú­inn einnig að ónæði muni skap­ast af ferðamönn­um og bílaum­ferð og ekki síst af stór­um veit­ingastað með næturopn­un sem fyr­ir­hugað er að verði á hót­el­inu. Að sögn íbú­ans voru fram­kvæmd­ir kynnt­ar fyr­ir íbú­um áður en ferlið fór í gang þar sem þeir höfðu mögu­leika til að and­mæla eða láta í ljós sín­ar skoðanir. Á það hafi þó ekki verið hlustað.

Íbúar kærðu ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa

„Öll þessi rök kom­um við með en það bara hef­ur ekki verið neitt hlustað á okk­ur, það er bara eins og við séum ekki til,“ seg­ir íbú­inn. „Það hefði mátt tala við okk­ur, það hefði mátt semja við okk­ur eða hafa okk­ur með í ráðum. “

Ljós­mynd/​aðsend

Íbúar kærðu ákvörðun bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík í sept­em­ber í fyrra um að samþykkja bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir flutn­ingi ein­býl­is­húss af lóðinni við Vega­móta­stíg 9 yfir á lóðina Grett­is­götu 54b í Reykja­vík og ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa um að samþykkja bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir hót­el­inu.

Úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála vísaði frá kröfu kær­enda er varðar flutn­ing húss­ins en felldi aft­ur á móti úr gildi ákvörðun bygg­inga­full­trúa um að samþykkja bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir bygg­ingu á lóðum 7 og 9 við Vega­móta­stíg.

Heimild; Ruv.is