Home Fréttir Í fréttum Ætla að byggja 361 íbúð á reit Útvarpshússins á næstu þremur árum

Ætla að byggja 361 íbúð á reit Útvarpshússins á næstu þremur árum

245
0
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingafélagsins Skugga, glaðir í bragði og bíða spenntir eftir splúnkunýjum íbúðum á RÚV reitnum. Mynd: Reykjavikurborg

Stefnt er að því að reisa 361 íbúð á reit Útvarpshússins á næstu þremur árum. Búist er við að fyrstu íbúðirnar verði afhentar sumarið 2018. Íbúðirnar verða bæði litlar og meðalstórar.

<>

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hilmar Ágústsson, forstjóri byggingafélagsins Skugga, undirrituðu samkomulag um uppbygginguna í dag. Reykjavíkurborg mun selja Skugga 4 ehf. byggingarrétt að reitnum fyrir 175 milljónir og kaupir samhliða 15 íbúðir. Þær íbúðir verða á bilinu 40 til 60 fermetrar að stærð ásamt geymslu. Reykjavíkurborg selur þar með sinn hlut af byggingaréttinum til Skugga 4 og heldur þá Skuggi 4 öllum byggingarrétti á reitnum.

Byggingarréttarsalan er hluti af endurskipulagningu RÚV reitsins og samkomulagi sem Reykjavíkurborg gerði við Ríkisútvarpið. Í lok árs 2015 var undirritaður kaupsamningur á milli RÚV og Skugga 4 um kaup á hluta af lóðarréttindum.

Skuggi 4 hefur hafið framkvæmdir á reitnum en auk íbúðanna mun þar rísa 1000 fermetra atvinnuhúsnæði sem verður nýtt til þjónustu við íbúana. Skuggi 4 mun selja aðilum á frjálsum markaði íbúðir á reitnum þar með talið leigufélaga. Þetta er gert til að stuðla að félagslegri blöndun líkt og fram kemur í tilkynningu.

Heimild: Visir.is