Home Fréttir Í fréttum Fimleikahús rís á Egilsstöðum

Fimleikahús rís á Egilsstöðum

139
0
Fljótsdalshérað ætlar að veita 202 milljónum í nýtt fimleikahús og viðbyggingu við íþróttahús á Egilsstöðum. Framsóknarmenn í bæjarstjórn töldu ótímabært að lofa framkvæmdafé í verkið meðan óvíst væri hvort fjölga þyrfti leikskólaplássum.

 

<>

Íþróttahúsið á Egilsstöðum rúmar illa allt íþróttastarf í bænum og iðkendur þurfa að vera að til hálf tólf á kvöldin. Þetta horfir nú til betri vegar og verður byggð starfsmannaaðstaða og búningsklefar við íþróttamiðstöðina og fimleikahús með aðstöðu einnig fyrir frjálsar íþróttir. Íþróttafélagið Höttur sér um framkvæmdina sem verður samfélagsverkefni. Ekki verður tekið lán heldur treyst á bakhjarla, sjálfboðaliða og árlegar greiðslur frá sveitarfélaginu samtals 202 milljónir á fjórum árum.

Framsóknarmönnum í bæjarstjórn þótti ekki rétt að skrifa undir samning um slíkar greiðslur áður en hönnun og endanlegur kostnaður lægi fyrir. Þeir tóku fram að þeir væru ekki á móti uppbyggingunni og samstarfinu við Hött. Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar og oddviti sjálfstæðismanna, segir að í samningnum sé fyrirvari og honum megi rifta þegar hönnun liggur fyrir. Ástæða sé fyrir því að hlutirnir voru gerðir í þessari röð. „Til þess að Höttur kæmist af stað í sína vinnu í hönnun á þessu verkefni og fengi sína styrktaraðila að borðinu þá var bara mjög mikilvægt að samningurinn lægi fyrir,“ segir Anna.

Undir þetta tekur Davíð Þór Sigurðarson, formaður Hattar. Félagið eigi eigið fé til að hefja hönnun en hefði ekki þorað að leggja féð í hönnun og upphaf framkvæmda án samningsins. Framkvæmdin sé mikilvæg til að Höttur geti stigið næsta skerf inn í framtíðina. Framsóknarmenn gagnrýndu einnig að stórum hluta framkvæmdafjár væri ráðstafað áður en ljóst væri hvort byggja þyrfti við leikskólann Hádegishöfða í Fellabæ. Anna segir að á næstu árum muni 40-50% af framkvæmdafé sveitarfélagsins fara í íþróttamiðstöðina og fimleikahúsið. Árgangar séu misstórir og kanna þurfi þörfina vel áður en farið verði í framkvæmdir.  „Við notum ekki sama peninginn tvisvar, það er alveg klárt en Fljótsdalshérað stendur að mjög öflugu leikskólastarfi og við ætlum að gera það áfram.“

Heimild: Ruv.is