Home Fréttir Í fréttum Húsnæðisekla skerðir möguleika unga fólksins í Bláskógabyggð

Húsnæðisekla skerðir möguleika unga fólksins í Bláskógabyggð

221
0
Bláskógabyggð

„Skortur á húsnæði veldur meðal annars því að erfiðlega gengur hjá mörgum þeim sem eru í rekstri að manna lausar stöður til lengri tíma,“ segir atvinnu- og ferðamálanefnd Bláskógabyggðar.

<>

„Mikill skortur er á leiguhúsnæði í Bláskógabyggð á sama tíma og störfum innan helstu atvinnugreina sveitarfélagsins og nærliggjandi sveitarfélaga fer fjölgandi,“ segir atvinnunefndin. „Möguleikar ungs fólks, fjölskyldna með börn og fólks almennt sem kann að vilja flytja, búa og starfa eru með því mjög takmarkaðir, og nánast engir.“

Nefndin vill að sveitarstjórnin kanni áhuga verktaka og fjárfesta á borð við lífeyrissjóði á byggingu leiguíbúða eða á kaupum á húsnæði sem þegar sé til staðar á ýmsum byggingarstigum.

Heimild: Vísir.is