Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar greindi frá samningi við Hraunhús ehf. um utanhússviðgerðir á Barnaskólanum á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs sem var nú í vikunni. Framkvæmdir eru þegar hafnar við skólann.
Gert var ráð fyrir 30 milljónum króna í utanhússviðgerðir á Barnaskóla í fjárhagsáætlun ársins 2017. Fram kemur í bókun ráðsins að erfilega hafi gengið að fá iðnaðarmenn til verksins þrátt fyrir ítrekaðar útboðsauglýsingar en fyrirhugað var að ráðast í þessar viðgerðir árið 2015.
Heimild: Eyjar.net