Home Fréttir Í fréttum Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár

Opnun lúxushótels á Landssímareitnum seinkar um eitt ár

178
0
Framkvæmdum við hótelið við Austurvöll átti að ljúka vorið 2018. Mynd/Lindarvatn

Stefnt er að verklokum við lúxushótel Icelandair á Landsímareitnum við Austurvöll vorið 2019 og mun opnun þess því seinka um eitt ár. Davíð Þorláksson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, eigandi bygginganna og lóðanna á reitnum, segir breytingar á deiluskipulagi svæðisins hafa tafist hjá Reykjavíkurborg.

<>

„Við erum að bíða eftir svörum frá borginni varðandi breytingar á deiluskipulaginu. Þangað til það liggur fyrir gefur borgin ekki út nein framkvæmdaleyfi. Við erum að vonast til að þetta liggi fyrir á allra næstu vikum og að verklok verði vorið 2019,“ segir Davíð.

„Við höfum gert borginni grein fyrir því að við erum nokkuð ósátt við hvað þetta hefur tekið langan tíma. Það er leiðinlegt sérstaklega fyrir borgarbúa að þarna í hjarta borgarinnar séu þessi hús í því ástandi sem þau eru og engin starfsemi þar.“

Icelandair Group keypti helmingshlut í Lindarvatni í ágúst 2015 af hinum eiganda reitsins, Dalsnesi ehf., sem er alfarið í eigu Ólafs Björnssonar, eiganda matvöruheildverslunarinnar Inness. Lindarvatn stóð í byrjun mars í fyrra fyrir 3,1 milljarðs króna skuldabréfaútgáfu til að fjármagna framkvæmdirnar á reitnum. Hótelið verður 160 herbergja eða ellefu þúsund fermetrar að stærð af þeim fimmtán þúsund sem gert er ráð fyrir á reitnum. Þar verða einnig veitingastaðir, verslanir, íbúðir og að sögn Davíðs einnig að öllum líkindum safn um sögu Alþingis.

Heimild: Visir.is