Vegagerðin óskar hér með eftir tilboðum í gerð 4,9 km langs vegar um Berufjarðarbotn ásamt smíði 50 m langrar brúar og gerð 1,7 km langra heimreiða að bæjunum Berufirði og Hvannabrekku. Annars vegar er um að ræða nýbyggingu á 2,9 km kafla Hringvegar norðan Berufjarðar og er um 1 km af þeim hluta yfir sjávarvog. Hins vegar er endurgerð Hringvegar á 2,0 km löngum kafla sunnan Berufjarðar.
Helstu magntölur eru:
Vegahluti
- Skeringar 95.000 m3
- Þar af í berg 65.000 m3
- Fyllingar 251.000 m3
- þar af í sjó og yfir leirur 133.000 m3
- Lenging og endurlögn ræsa 600 m
- Styrktarlag 31.000 m3
- Burðarlag 9.000 m3
- Tvöföld klæðing 39.000 m2
- Rofvörn 12.000 m3
Brúarhluti
- Gröftur úr afstífaðri gryfju (sponsþili) 3.700 m3
- Fylling við steypt mannvirki 2.000 m3
- Mótafletir 1.338 m2
- Steypustyrktarjárn 47.910 kg
- Spennt járnalögn 9.979 kg
- Steypa 606 m3
- Vegrið á brú 102 m
Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2018.
Útboðsgögnin eru seld hjá Vegagerðinni Búðareyri 13-15 á Reyðarfirði og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með þriðjudeginum 30. maí 2017.
Verð útboðsgagna er 4.000 kr.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 20. júní 2018 og verða þau opnuð þar 14:15 þann dag.