Home Fréttir Í fréttum Malbikunarflokkur flúði þrisvar út vegna hita

Malbikunarflokkur flúði þrisvar út vegna hita

235
0
Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Malbikunarflokkur þurfti í þrígang að yfirgefa Norðfjarðargöng í svokölluðum flóttabílum þegar aðstæður urðu ískyggilegar vegna hita og ólofts. Ekki var hægt að treysta á náttúrlegt loftstreymi til að loftræsta göngin enda átti það til að snúast við þannig að mengunartappar mynduðust. Malbikun lýkur í dag, 10 dögum á eftir áætlun.

Kemur brennheitt frá Reyðarfirði

Malbikun hófst í Norðfjarðargöngum 26. apríl og átti að ljúka 12. maí. Tólf manna malbikunarflokkur hefur unnið í göngunum og jafn margir bílstjórar ekið brennheitu malbikinu frá tveimur malbikunarstöðvum í Reyðarfirði. Elías Eyþórsson, staðarstjóri hjá Hlaðbæ Colas, segir að verkið hafi gengið brösuglega en mengunartappar hafi myndast í göngunum og gert þeim lífið leitt. Náttúrlegt loftstreymi er um gögnin og malbikunarflokkurinn hafi treysti á það og einn blásara. Þá hafi svokallaðir flóttabílar verið tiltækir ef loftræsting brygðist. Þeir finni strax þegar þeir missi loftræstinguna. Þá byrji að hitna í göngunum og þá komi þeir sér út.

<>

Loftstreymi snýst við

Hnit verkfræðistofa fer með eftirlit í Norðfjarðargöngum og samkvæmt upplýsingum þaðan hefur malbikunarflokkurinn í þrígang þurft að fyrirgefa göngin vegna hita og ólofts en engum varð meint af.

Náttúrulegt loftstreymi um göngin liggur lang oftast frá Eskifirði til Fannardals í Norðfirði en ekki alltaf. Stundum snýst það við en samkvæmt upplýsingum frá Hnit hefur ekki verið kortlagt nægjanlega vel við hvers konar aðstæður það gerist. Líklega hafi áhrif ef vindur stendur á gangamunnann í Fannardal. Þannig þurfti malbikunarflokkurinn að yfirgefa göngin á föstudagsmorgun og gat ekkert aðhafst á laugardag heldur. Síðan þá hafa aðstæður hins vegar verið góðar og líklega klárast malbikun í dag.

Heimild: Ruv.is