Home Fréttir Í fréttum Hefur verið rætt um að efna til hugmyndasamkeppni um framtíð Hegningarhússins

Hefur verið rætt um að efna til hugmyndasamkeppni um framtíð Hegningarhússins

65
0
Mynd: Vísir/E.ÓL.

Eftir að nýtt fangelsi á Hólmsheiði var tekið í noktun í fyrra var Hegningarhúsið við Skólavörðustíg í Reykjavík lagt af og hefur húsið staðið autt síðan.

<>

Halldóra Vífilsdóttir, forstjóri framkvæmdarsýslu ríkisins, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hugmyndir séu nú uppi um að efna til hugmyndasamkeppni um framtíð hússins. Fyrst verði þó ráðist í viðhald á húsinu og hefjast þær framkvæmdir á þessu ári.

„Það verður byrjað á veggnum og inntökum umhverfis húsið og á næsta ári verður farið í ytra byrði hússins, glugga, útveggi og vegghleðslur. Varðandi svo framtíðarnýtingu hússins þá hefur verið rætt um það að skipa jafnvel dómefnd sem auglýsir þá eftir tillögum að nýtingu og rekstrarformi.”

Hegningarhúsið er hlaðið steinhús sem reist var árið 1872 af Páli Eyjólfssyni gullsmið. Halldóra segir að húsið bjóði upp á ótal möguleika.

„Þetta er náttúrulega mjög sögufrægt og sérstakt hús og er á mjög sérstökum og góðum stað í bænum þannig að það eru mjög mikilir möguleikar. Þetta er líka eitt af fáum húsum sem við eigum frá þessum tíma svo það verður bara spennandi að sjá hvað verður í framtíðinni,” segir Halldóra.

Heimild: Visir.is