Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn

Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verksmiðju Lýsis í Þorlákshöfn

265
0
Mynd: Hafnarfréttir.is

Fyrsta skóflustungan var tekin að nýrri verksmiðju Lýsis vestan við Þorlákshöfn og mun hún hýsa fiskþurrkunarstarfsemi fyrirtækisins.

<>

Í dag er starfsemin staðsett í tveimur byggingum á iðnaðarsvæðinu í Þorlákshöfn en með þessari framkvæmd verður öll framleiðslan í sama húsnæðinu.

Framkvæmdir munu hefjast eftir helgi en um er að ræða 2.500 fm. húsnæði á lóð sem er um þrjá kílómetra vestan við Þorlákshöfn. Verksmiðjan verður útbúin nýjustu tækni og stefnt er að því að verksmiðjan verði tilbúin til framleiðslu í júlí 2018.

Heimild: Hafnarfréttir.is