Fyrsta skóflustungan að Marriott Edition hótelinu sem mun rísa á Hörpureitnum svokallaða var tekin í gær. Áætlað er að hótelið verði opnað sumarið 2019. Heildarfjárfestingin nemur um 17 milljörðum króna.
Ístak sér um framkvæmdina og á uppsteypu að verða lokið í nóvember 2018. Hótelið verður fimm stjörnu og hið glæsilegasta að allri gerð en þar verða 250 herbergi auk veislu- og fundarsala, fjölda veitingastaða og heilsulind.
Bandaríska Carpenter & Company á byggingaréttinn og mun fjármagna framkvæmdina ásamt Eggerti Dagbjartssyni, sem er minnihlutaeigandi íCarpenter. Gerður hefur verið samningur til fimmtíu ára viðMarriott Edition sem mun alfarið sjá um reksturinn.
Heimild: Mbl.is