Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflu­stung­an að Hörpu­hót­eli

Fyrsta skóflu­stung­an að Hörpu­hót­eli

208
0
Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Fyrsta skóflu­stung­an að Marriott Ed­iti­on hót­el­inu sem mun rísa á Hörpureitn­um svo­kallaða var tek­in í gær. Áætlað er að hót­elið verði opnað sum­arið 2019. Heild­ar­fjárfest­ing­in nem­ur um 17 millj­örðum króna.

Ístak sér um fram­kvæmd­ina og á upp­steypu að verða lokið í nóv­em­ber 2018. Hót­elið verður fimm stjörnu og hið glæsi­leg­asta að allri gerð en þar verða 250 her­bergi auk veislu- og fund­ar­sala, fjölda veit­ingastaða og heilsu­lind.

Banda­ríska Carpenter & Comp­any á bygg­inga­rétt­inn og mun fjár­magna fram­kvæmd­ina ásamt Eggerti Dag­bjarts­syni, sem er minni­hluta­eig­andi íCarpenter. Gerður hef­ur verið samn­ing­ur til fimm­tíu ára viðMarriott Ed­iti­on sem mun al­farið sjá um rekst­ur­inn.

Heimild: Mbl.is

Previous article08.06.2017 Bygging stöðvarhúss fyrir Glerárvirkjun II
Next article24.05.2017 Lögreglustöðin við Hverfisgötu 113-115, Reykjavík – Þakviðgerðir