Home Fréttir Í fréttum Stefnt er að útboði Húss íslenskra fræða í sumar

Stefnt er að útboði Húss íslenskra fræða í sumar

237
0
Mynd: arnastofnun.is

Stefnt er að útboði verklegrar framkvæmdar Húss íslenskra fræða í sumar og að framkvæmdir hefjist í haust. Verklok eru áætluð árið 2020. Byggingin mun rísa á lóð nr. 5 við Arngrímsgötu. Byggingin verður þrjár hæðir og kjallari, um 6.500 fermetrar, auk um 2.200 fermetra opinnar bílageymslu.

<>
  • Hús íslenskra fræða
    Hús íslenskra fræða.
  • 1. áfangi, jarðvinna
    1. áfangi, jarðvinna.

Útboð á eftirliti, byggingarstjórn og rýni útboðsgagna var auglýst í mars sl. og tilboðum skilað 2. maí sl. Þrjú tilboð bárust. Sem stendur er unnið að mati á hæfi tilboða og mun niðurstaða liggja fyrir á næstu dögum.

Hús íslenskra fræða mun hýsa fjölbreytta starfsemi Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku- og menningardeildar Háskóla Íslands. Þar verður miðstöð rannsókna og kennslu í íslenskum fræðum; tungu, bókmenntum og sögu. Húsið mun sömuleiðis varðveita frumgögn um íslenska menningu; handrit, skjöl, orða- og nafnfræðisöfn og þjóðfræðasöfn.

Verkkaupi er mennta- og menningarmálaráðuneytið og verkefnastjóri Framkvæmdasýslu ríkisins er Bergljót S. Einarsdóttir.

Ráðgjafar

Eftirtaldir aðilar eru ráðgjafar verksins:

  • Hönnun byggingarinnar og landmótun: Hornsteinar arkitektar ehf.
  • Burðarþols- og lagnahönnun: Almenna verkfræðistofan hf. / nú Verkís hf.
  • Rafmagnshönnun: Verkfræðistofa Jóhanns Indriðasonar / nú Lota ehf.
  • Hljóð-, bruna- og öryggishönnun og umhverfisvottun: Verkfræðistofan Efla hf.
  • Lýsingarhönnun: Hollenska fyrirtækið Arup.

Heimild: Framkvæmdasýslan