Home Fréttir Í fréttum Landsbankinn tekur tilboðum í eignir í Vogabyggð

Landsbankinn tekur tilboðum í eignir í Vogabyggð

168
0
Mynd/Reykjavíkurborg

Landsbankinn hefur tekið hæstu tilboðum sem bárust í allar níu eignir bankans á svæði 2 í Vogabyggð í Reykjavík.

<>

Tilboðin voru öll með fyrirvara um fjármögnun og á næstu vikum mun skýrast hvort tilboðsgjafar aflétti fyrirvörunum þannig að hægt verði að ljúka söluferlinu, að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Eignirnar voru boðnar til sölu 23. mars sl. og frestur til að skila tilboðum rann út 19. apríl. Alls bárust 48 tilboð í eignirnar, þar af fimm sem voru í fleiri en eina eign. Bankinn hefur tekið hæstu tilboðum í eignirnar níu frá sjö félögum.

Vogabyggð afmarkast af Kleppsmýrarvegi, Sæbraut og Súðavogi. Svæðinu er skipt upp í fimm svæði en eru eignir Landsbankans á svæði 2. Þar er gert ráð fyrir að um 1.100 til 1.300 íbúðir. Gert er ráð fyrir því að meðalstærð íbúða verði 120 fermetrar og er reiknað með að byggja þurfi skóla og leikskóla á svæðinu í samræmi við uppbyggingu íbúðabyggðar.

Heimild: Visir.is