Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir í vorblíðunni í Langanesbyggð

Framkvæmdir í vorblíðunni í Langanesbyggð

167
0
Mynd: Langanesbyggð

Það er alltaf gaman að sjá framkvæmdir hjá íbúum og á vorin byrja hamarshöggin að dynja. Núna er verið að reisa tvo bílskúra. Annar er við Fjarðarveg 43 en það er Vikar Már sem er búinn að slá upp fyrir grunninum, og stefnir á að steypa um helgina enda spáir bongóblíðu.

Hinn bílskúrinn er við Bakkaveg en þar eru Friðrik og Steinunn að reisa 40 fm bílskúr. Friðrik sagðist hafa náð að smíða þetta nokkuð innanhúss í vetur og því hafi grindin risið hratt, en steypuflöturinn var þegar tilbúinn.

Vikar Már Vífilsson við grunninn.

Friðrik Jónsson inní bílskúrnum sínum sem rís nú við Bakkaveg 5

Heimild: Langanesbyggð

Previous articleOpnun útboðs: Hús íslenskra fræða – eftirlit
Next articleOpnun útboðs: Breiðholtsbraut við Norðurfell. Göngubrú og stígar