Home Fréttir Í fréttum Óvíst um bygg­ingu göngu­brú­ar yfir Markarfljót

Óvíst um bygg­ingu göngu­brú­ar yfir Markarfljót

98
0
Ný göngubrú yfir Markarfljót – séð úr norðaustri. MYND/STUDIO GRANDA/EFLA VERKFRÆÐISTOFA

Enn vant­ar 136 millj­ón­ir króna til að fjár­magna fram­kvæmd­ir við göngu­brú yfir Markarfljót til móts við Húsa­dal í Þórs­mörk. Áætlaður kostnaður er 220 millj­ón­ir króna en þegar er búið að tryggja alls 84 millj­ón­ir króna til verks­ins. Inn í þeirri áætl­un er ekki gert ráð fyr­ir kostnaði vegna vega­bóta inn að brú­ar­stæðinu eins og mögu­leg bíla­stæði við brú­ar­sporðinn. Óvíst er hvenær fram­kvæmd­ir hefjast.

Árið 2011 var samþykkt á Alþingi þings­álykt­un þar sem rík­is­stjórn­inni var falið að und­ir­búa smíði göngu­brú­ar yfir Markarfljót við Húsa­dal.

Hönn­un brú­ar­inn­ar er lokið. Hún er byggð á verðlauna­til­lögu Eflu verk­fræðistofu og Studio Granda frá ár­inu 2014. Brú­in verður 158 metra löng og brú­argólfið klætt með ís­lensku greni úr skóg­um Skóg­rækt­ar rík­is­ins.

Þórsmörk.

Að verk­efn­inu standa sam­tök­in Vin­ir Þórs­merk­ur sem meðal ann­ars fyr­ir­tæki í ferðaþjón­ustu og sveit­ar­fé­lagið eiga aðild að. Skúli H. Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Ferðafé­lags­ins Útivist­ar, einn fjöl­margra vina Þórs­merk­ur er bjart­sýnn á að fjár­magn verði tryggt á þessu ári og að fram­kvæmd­ir geti haf­ist árið 2018. Hann seg­ir óvíst á þess­ari stundu hvernig end­an­leg fjár­mögn­un verði háttað en ekk­ert er úti­lokað í þeim efn­um.

„Við vilj­um vera á und­an straumn­um“

Skúli legg­ur áherslu á að áður en fram­kvæmd­ir hefjast á brúnni er brýnt að svæðið sé und­ir það búið að geta tekið á móti fólki. „Við vilj­um vera á und­an straumn­um,“ seg­ir Skúli og bend­ir á í þessu sam­hengi að unnið sé að því að laga og styrkja þá göngu­stíga sem eru í Þórs­mörk því þeir þurfa að þola álagið. Skóg­rækt­in hef­ur séð um viðhald á göngu­stíg­un­um. Gert er ráð fyr­ir að á svæðinu sé hægt að fara í lengri og skemmri göngu­ferðir um svæðið.

Sal­ern­is­mál á svæðinu eru í ágæt­is­mál­um, einkum í Húsa­dal, að sögn Skúla.

Eyk­ur mögu­leika til úti­vist­ar

Brú­in á eft­ir að opna svæðið og auka mögu­leika margra á að ferðast um svæðið meðal ann­ars fót­gang­andi, á hjóli eða á hest­um. Til að kom­ast inn í Þórs­mörk þarf að keyra yfir Markarfljót á stór­um jeppa eða fjalla­bíl. „Það felst líka mikið æv­in­týri í því að keyra veg­inn inn í Þórs­mörk og þurfa að keyra yfir ána,“ seg­ir Skúli en tek­ur fram að í því fel­ist alltaf áhætta líka. Dæmi eru um að óreyndi  ferðamenn sem eru óvan­ir straum­vötn­um eyðileggja eða stór­skemma tugi bíla á Þórs­merk­ur­leið á hverju ári, að sögn Skúla.

Með því að nota göngu­brúna myndi það bæði stuðla að ör­yggi veg­far­enda auk þess yrði sá ferðamáti um­hverf­i­s­vænni að ferðast á tveim­ur jafn fljót­um en í stór­um jeppa, að hans mati. Í ofna á lag myndi göngu­brú­in auka ör­yggi á svæðinu ef eld­gos yrði en síðast gaus í Eyja­fjalla­jökli árið 2010.

Brúarstæðið er þar sem blái hringurinn er til hægri á ...
Brú­ar­stæðið er þar sem blái hring­ur­inn er til hægri á mynd­inni. Tölvu­mynd/​Vega­gerðin

Um­ferð á eft­ir að aukast

Fyr­ir­séð er að um­ferð eigi eft­ir að aukast í Fljóts­hlíðina með til­komu göngu­brú­ar­inn­ar. Ísólf­ur Gylfi Pálma­son, sveit­ar­stjóri Rangárþings eystra, seg­ir nauðsyn­legt að Vega­gerðin lagi veg­inn í Fljóts­hlíðinni sam­hliða því að brú­in yrði byggð. Veg­ur­inn frá Múla­koti og að innsta bæn­um Fljóts­dal í Fljóts­hlíð er mal­ar­veg­ur.  „Við höf­um verið að þrýsta á Vega­gerðina um að gera þenn­an veg líkt og marga aðra vegi í sveit­ar­fé­lag­inu að var­an­leg­um vegi,“ seg­ir Ísólf­ur Gylfi.

Aðspurður hvort það þurfi ekki að koma upp meiri þjón­ustu á svæðinu með aukn­um ferðamanna­fjölda eins og til dæm­is sal­ern­isaðstöðu, seg­ir hann að það hafi ekki verið rætt. „Þetta er alltaf spurn­ing um hver eigi að koma upp slíkri aðstöðu og reka hana eins og sal­erni. Við telj­um að ríkið og þá Vega­gerðin eigi að vera for­dæm­is­gef­andi í því.“

„Blendn­ar til­finn­ing­ar til brú­ar­inn­ar“

„Það eru aðeins blendn­ar til­finn­ing­ar til brú­ar­inn­ar en þó eru miklu fleiri sem eru já­kvæðir,“ seg­ir hann aðspurður um viðhorf heima­manna til göngu­brú­ar­inn­ar. Hann bend­ir á að hún er á af­rétt­ar­landi og það land hafi sér­stak­an sess í hjört­um heima­manna og bæt­ir við: „Af­rétt­in er viðkvæmt svæði og ákveðin para­dís í hverju sveit­ar­fé­lagi.“

Heimild: Mbl.is

Previous articleByggingafulltrúi samþykkti of háa byggingu Silicon
Next articleTvö fjölbýlishús reist á Sauðárkróki