Home Fréttir Í fréttum 115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel

115 milljónir í hjólreiðastíg við Birkimel

125
0
Skeljungur stendur við Birkimel þar sem stefnt er að því að þrengja götuna. Mynd: vísir/gva

Kostnaðarmat við að gera hjólastíg við Birkimel er um 115 milljónir króna. Verkkostnaður er um 80 milljónir og ófyrirséður kostnaður er um 16 milljónir. Þetta kemur fram í skýrslu verkfræðistofunnar Eflu fyrir Reykjavíkurborg. Vestan megin við Birkimel er gert ráð fyrir tvístefnuhjólastíg milli Hringbrautar og Hagatorgs.

<>

Núverandi ljósastaurum verður skipt út fyrir nýja og verður gatan þrengd til að fá pláss fyrir biðskýli strætó. Þrjár biðstöðvar eru við götuna.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram bókun á borgarráðsfundi á fimmtudag þar sem þeir fagna því að gangstéttin við götuna verði lagfærð. Þar kemur einnig fram að vegna mistaka við malbikslögn myndast oft stórir pollar á götunni í rigningum sem veldur því að ítrekað ganga slettur af henni upp á gangstéttina, gangandi vegfarendum til ama og tjóns.

Heimild: Visir.is