Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Garðabær semur við Háfell ehf. um framkvæmdir við gervigrasvelli við Ásgarð og...

Garðabær semur við Háfell ehf. um framkvæmdir við gervigrasvelli við Ásgarð og Bæjargarð

217
0

Garðabær semur við Háfell ehf. um framkvæmdir við gervigrasvelli við Ásgarð og Bæjargarð.
Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt  að taka tilboði lægstbjóðanda Háfells ehf. að fjárhæð kr. 159.175.583 með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins.

<>

Vakin er athygli á að samkvæmt 1. mgr. 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings.

Jafnframt er fyrirvari gerður um að fallið verði frá kröfu um stöðvun framkvæmda í kærumáli hjá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna breytinga á deiliskipulagi Ásgarðs.

Bæjarráð samþykkir að falla frá breikkun gervigrasvallar við Stekkjarflöt og mun því eingöngu vera um að ræða framkvæmdir við endurnýjun á gervigrasi vallarins.

Heimild: Garðabær