Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir enn ekki hafnar við Íslandshótel við Lækjargötu

Framkvæmdir enn ekki hafnar við Íslandshótel við Lækjargötu

268
0
Mynd: Íslandshótel - RÚV
Opnun nýs fjögurra stjörnu hótels við Lækjargötu tefst um að minnsta kosti eitt ár. Upphaflega var áformað að opna hótelið á vegum Íslandshótela, sumarið 2018. Nú er stefnt að opnun 2019 eða 2020.

Gamla Íslandsbankahúsið við Lækjargötu stendur nú autt, afgirt með útkrotaða glugga. Efri gluggar eru sumir brotnir eða búið að birgja fyrir þá. Dúfur hafa gert sig heimakomnar.

<>

Þegar vinningstillaga Glámu-Kím úr samkeppni vegna nýs hótels var kynnt, voru viðbrögðin misjöfn. Tillagan fór til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar auk þess sem sérstakur faghópur átti að starfa með byggingafulltrúa til að meta útlit byggingarinnar, líkt og annarra í borginni.

Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, vonaðist á sínum tíma til að skipulagið yrði samþykkt um haustið. Nú, einu og hálfu ári síðar, er hótelbyggingin hins vegar enn í skipulagsferli.

Davíð Torfi segir nú sé gert ráð fyrir að opna hótelið árið 2019 eða 2020. Það verði 140 herbergja og fjögurra stjörnu. Stefnt sé að því að hefja framkvæmdir síðar á þessu ári. Davíð Torfi segir að enn sé verið að vinna að hönnun á útliti hússins. Húsið við Skólabrú 2 verði fellt inn í hótelið.

Vorið 2015 fundust rústir húss frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar, í grunni við hliðina á gamla Íslandsbankahúsinu. Vitað var um landnámsbyggðir þar sem nú er Suðurgata og Aðalstræti en ekki var vitað til þess að byggð næði svona langt í austur

Davíð Torfi hefur lýst yfir vilja til að fella fornleifarnar inn í hótelið.

Davíð Torfi segir að einhvers konar sýning verði í kjallaranum, þó ekki endilega eins og í Aðalstræti 16, þar sem sýningin Reykjavík 871+/-2 Landnámssýningin var opnuð vorið 2006. Davíð Torfi segir að ekki sé búið að fullhanna sýninguna en gert sé ráð fyrir að hún verði opin almenningi.

Heimild: Ruv.is