Home Fréttir Í fréttum Lögreglan rannsakar grun um mansal

Lögreglan rannsakar grun um mansal

203
0

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál tveggja karlmanna frá Rúmeníu en grunur leikur á að þeir séu fórnarlömb vinnumansals. Rúmenarnir höfðu samband við Rauða kross Íslands um helgina og óskuðu eftir aðstoð.

Samkvæmt upplýsingum blaðsins óttuðust mennirnir mjög um öryggi sitt. Vinnuveitandi þeirra mun hafa tekið vegabréf þeirra, beitt þá harðræði og haft í hótunum. Rannsókn er á byrjunarstigi hjá lögreglu.

Heimild: Visir.is