Home Fréttir Í fréttum Glæsi­hús á Lands­s­ímareitn­um

Glæsi­hús á Lands­s­ímareitn­um

172
0
Mynd/​THG arki­tekt­ar

Lind­ar­vatn ehf., sem er í eigu Icelanda­ir Group og Dals­ness, sem skipu­legg­ur upp­bygg­ingu á Lands­s­ímareitn­um við Aust­ur­völl, hef­ur látið gera mynd­band sem sýn­ir hvernig um­horfs verður á reitn­um að fram­kvæmd­um lokn­um. Óhætt er að segja að glæsi­legt sé um að lit­ast.

<>

Icelanda­ir hót­el munu starf­rækja Ice­land Parlia­ment hót­el und­ir merkj­um Curio by Hilt­on í gamla Lands­s­íma­hús­inu, auk þess sem tón­list­ar­sal­ur­inn NASA verður end­ur­gerður í upp­runa­legri mynd. Einnig verða veit­ingastaðir, íbúðir og safn á reitn­um.

Á  sýn­ing­unni „Þróun byggðar í miðborg Reykja­vík­ur“ sem nú stend­ur yfir í Ráðhús­inu má sjá líkön af upp­bygg­ing­unni á svæðinu. Mark­miðið með sýn­ing­unni í ráðhús­inu er að veita borg­ar­bú­um inn­sýn í þá upp­bygg­ingu sem á sér stað um þess­ar mund­ir.

Heimild: Mbl.is