Home Fréttir Í fréttum Lóðir í stórum hluta Vogabyggðar til sölu

Lóðir í stórum hluta Vogabyggðar til sölu

387
0
Mynd: Reykjavíkurborg
Níu lóðir í Vogabyggð hafa verið auglýstar til sölu. Byggja má íbúðir á hátt í 60 þúsund fermetrum á lóðunum. Ekkert verð er sett á lóðirnar, heldur óskað eftir tilboðum í gegnum fasteignasala, fyrir dagslok 19. apríl.

Landsbankinn áskilur sér að minnsta kosti viku til að fara yfir tilboðin.

<>

Lóðirnar sem um ræðir eru:

  • Dugguvogur 2

Þar stendur tæplega 4.000 fermetra hús sem í dag hýsir Saumastofu Íslands og Bogfimisetrið. Í uppdrætti að deiliskipulagi er gert ráð fyrir að breyta megi húsinu og nýtingu lóðarinnar. Gert er ráð fyrir að þar verði einkum þjónustustarfsemi en í auglýsingu Fasteignamiðstöðvarinnar segir að allt að 20% af heildarbyggingarmagni megi vera íbúðir. Hámarksbyggingarmagn er 11.710 fermetrar.

  • Dugguvogur 4 

Þar er nú 2.800 fermetra hús þar sem Slippfélagið og Vélasalan eru til húsa. Uppdráttur að deiliskipulagi gerir ráð fyrir að 11.670 hámarksbyggingarmagni. Aðallega verði þjónusta á lóðinni, en allt að 20% af heildarbyggingarmagni má vera íbúðir.

  • Kleppsmýrarvegur 6

Hámarksbyggingarmagn: 5.090 fermetrar. Íbúðir. Gert ráð fyrir allt að 51 íbúð.

  • Arkarvogur 2

Hámarksbyggingarmagn: 16.230 fermetrar. Íbúðir.

  • Kuggavogur 2

Hámarksbyggingarmagn: 9.070 fermetrar. Íbúðir.

  • Kuggavogur 5

Hámarksbyggingarmagn: 4.730 fermetrar. Íbúðir.

  • Skektuvogur 2:      

Hámarksbyggingarmagn: 7.290 fermetrar. Íbúðir.

  • Súðavogur 2:

Hámarksbyggingarmagn: 6.230 fermetrar. Íbúðir.

  • Trilluvogur 1: 

Hámarksbyggingarmagn: 4.640 fermetrar. Íbúðir.

Um þriðjungur húsnæðis í Vogabyggð verður á lóðunum

Ef gert er ráð fyrir að heimildir til byggingar íbúðarhúsnæðis á lóðunum verði fullnýttar, rísa þar íbúðir á alls 57.956 fermetrum. Auk yrði þar þjónustuhúsnæði á alls 18.704 fermetrum.

Alls er gert ráð fyrir að 1.100 til 1.300 íbúðir verði í Vogabyggð, samkvæmt skipulagsáætlunum. Alls verði íbúðarhúsnæði á 155.000 fermetrum og atvinnuhúsnæði á um 56.000 fermetrum í hverfinu. Um þriðjungur þessa húsnæðis verður á lóðunum sem nú hafa verið auglýstar til sölu.

Á vef Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Vogabyggð kemur fram að um 150 einstaklingar og fyrirtæki eigi lóðir í Vogabyggð. Þar sé rúmlega 50 leigulóðir. Vogabyggð skiptist upp í fimm svæði – Vogabyggð 1, 2, 3, 4 og 5. Lóðirnar sem nú hafa verið auglýstar til sölu eru á svæðinu Vogabyggð 2.

Þegar hefur verið skrifað undir samning Reykjavíkurborgar og fasteignafélagsins Festa ehf. um byggingu 332 íbúða í fimm fjölbylishúsum. Þau eru á Gelgjutanga, á svæðinu Vogabyggð 2.

Heimild: Mbl.is