Home Fréttir Í fréttum Línulögn frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka ásamt byggingu þriggja tengivirkja.

Línulögn frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka ásamt byggingu þriggja tengivirkja.

298
0
Mynd: Verkís.is Mynd: KR4- Línulagnir. Slóðagerð að masturssvæðum.

Verkís hefur nú í tæpt ár unnið að stóru eftirlitsverki vegna línulagnar frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka ásamt byggingu þriggja tengivirkja.

<>

Verkið felur í sér eftirlit með útboðsverki Landsnets, BATH-65 Tenging Bakka og Þeistareykja, – byggingarvirki, vegslóð, jarðvinna og undirstöður.

Verkið er fólgið í eftirliti með fimm verksamningum sem Landsnet hefur gert. Annars vegar er um að ræða tvo verksamninga vegna lagningu háspennulína frá Kröflu um Þeistareyki og að Bakka og hins vegar þrjá verksamningu vegna tengivirkihúsa í Kröflu, á Þeistareykjum og á Bakka.

Þessar framkvæmdir tengjast uppbyggingu kísiliðjuvers PCC á Bakka skammt norðan Húsavíkur.

Hönnuðir:           Hornsteinar ehf. arkitektar
Tengivirki:           Mannvit hf
Línur:                  Mannvit hf
Verksamningur Landsnets við Verkís um eftirlitið er nálega 190 Mkr.

Stutt lýsing verksamninga framkvæmda er eftirfarandi:
Verkhlutarnir vegna línulagna, TR1/KR4 felast í að leggja vegslóða, grafa fyrir undirstöðum og stagfestum fyrir 220 kV háspennulínum fyrir Þeistareykjalínu 1, frá tengivirki við Þeistareyki að tengivirki við Bakka annars vegar og hins vegar Kröflulínu 4 frá tengivirki við Kröflu að tengivirki við Þeistareyki.

Um er að ræða jarðvinnu, framleiðslu forsteyptra og staðsteyptra undirstaða og stagfesta, stálsmíði, borun og niðursteypu á bergboltum.

Helstu kennistærðir:

KR4
Mastursstæður    105 stk.
Vegslóði               33 km.
Verksamningur    565 Mkr.
Verklok skv. Samningi, 1.október 2016
TR1Mastursstæður    88 stk.
Vegslóði               29 km.
Verksamningur    470 Mkr.
Verklok skv. Samningi, 1.október 2016

Heimild: Verkis.is