Ríkiseignir óska eftir verktökum til að taka þátt í örútboði vegna utanhússviðgerða á hluta ytra byrðis Menntaskólans við Hamrahlíð, Hamrahlíð 10.
Verkið felst í viðgerðum á afmörkuðum eldri hluta hússins, þ.e. við vestur-, suður- og austurhlið, auk lekaviðgerða á þaki. Gera á við tréverk glugga þessara hliða, auk glugga á þaki, og mála það. Einnig er um að ræða múrviðgerðir á afmörkuðum svæðum.
Helstu magntölur eru:
Gluggamálun o.fl. ……………………………………………………………… 2535 mtr
Málun krossviðarrenninga á milli glugga o.fl. …………………………….. 322 mtr
Viðgerðir á tréverki (karma o.fl.) ……………………………………………… 20 mtr
Endurnýjun krossviðarrenninga á milli glugga …………………………….. 25 mtr
Endurnýjun glers …………………………………………………………………. 15 m2
Endurnýjun glerlista ……………………………………………………………… 150 mtr
Ýmsar múrviðgerðir og blettmálun …………………………………………….. 65 m2
Æskilegt er að bjóðendur hafi reynslu af sambærilegu verki.
Þeir sem hafa áhuga á að fá send gögn og taka þátt í örútboðinu eru beðnir um að senda póst á throstur@verksyn.is fyrir kl. 14:00 fimmtudaginn 9. mars 2017.